Ákvörðun rallyráðs og upplýsingaskýrsla

The organising committee received a decision from the rally commission which resulted in bulletin 16.

Keppnisstjórn barst ákvörðun rallýráðs sem leiddi til þess að upplýsingaskýrsla 16 var gefin út.

Posted in Uncategorized

Verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending verður í húsnæði Pílukastsfélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2 og hefst kl. 22:00.

Það er ekki bar á svæðinu svo það er BYOB eða komið með eigin drykki / áfengi

Kveðja frá keppnisstjórn

 

Posted in Uncategorized

Live result / Staðan

The live result – when the rally gets going can be found here.

Staða í keppninni – þegar hún hefst – er hægt að sjá hér

 

Posted in 2016

Rallað fyrir Grensás!

„Það er hægt að halda áfram!”

Vestlendingurinn Þorkell Símonarson og Þórarinn K. Þórsson eru skráðir til leiks í jeppaflokki en þeir aka á Toyota Hilux. Rekur marga í rogastans þegar rallökumaðurinn Keli rifjar upp að nú í haust eru 30 ár liðin síðan hann lenti í alvarlegu bílslysi við Kleifará í Miklaholtshreppi. Keli var á ferð með félaga sínum en báðir slösuðust þeir alvarlega. Keli var fluttur með sjúkraflugi suður en bæði á slysstað og við komu á sjúkrahús var honum ekki hugað líf. Keli segir sjálfur að um eigin dómgreindarskort hafi verið að ræða þar sem hann sofnaði undir stýri auk þess sem hann var ekki í bílbelti.

Flogið var með Kela suður á Borgarspítalann en eftir legu þar tók við endurhæfing á Grensás. Starfsfólk þar, var að sögn Kela ákaflega gott. Hvatning var mikil, m.a. með því að ýta á sjúklinga að gera betur og meira í dag en gert var í gær. Einnig er Kela ofarlega í huga hve fordómalaust starfsfólkið var gagnvart sjúklingum, ekki virtist skipa máli hver orsök veru þeirra á Grensás var. Hjálpaði það heilmikið en ákveðinna fordóma gætir enn í dag í samfélaginu gagnvart einstaklingum sem slasast vegna eigin dómgreindarskorts.

Keli var harð ákveðinn í að lífið skyldi halda áfram þrátt fyrir þetta áfall. Hefur honum tekist það ágætlega en afleiðingar slyssins fylgi honum þó alla ævi. Keli er í dag Íslandsmeistari jeppaflokks í rallý 2015, rekur eigið fyrirtæki auk þess sem hann á fjölskyldu, börn og barnabörn. Sannast því hjá honum að það er líf eftir slys og endurhæfingu, „það er hægt að halda áfram”

Keli og Þórarinn safna áheitum undir slagorðinu „Rallað fyrir Grensás” í samvinnu við Hollvinasamtök Grensás. Er fólk hvatt til að leggja þeim lið t.d. í gegnum heimasíðuna grensas.is en einnig að fylgjast með þeim inni á facebooksíðu framtaksins.

Posted in 2016

Previously…